Ég er búinn að vera að spá í að fara í norska flugherinn þar sem ég er líklega að fara að flytja til noregs í sumar. Ég veit samt að maður þarf að hafa norskan ríkisborgararétt þannig ég gæti ekki farið fyrr en ég væri búinn að vera í noregi í a.m.k. 2 ár.

En ég var svona að spá í hvort það væri einhver hérna sem hafi farið þá leið eða sem hafi kynnt sér hana vel.

Mér skylst að ef maður fer í herinn þá muni herinn borga fyrir námið hjá manni svo lengi sem maður skuldbindur sig til einhverja ára hjá þeim. Ég veit samt lítið sem ekkert um þetta svo það væri frábært að fá einhver svör frá einhverjum sem veit meira um þetta ;D