Sælir drengir. Mig langaði til þess að koma smá flugnáms umræðu af stað, bæði vegna þess að ég er að forvitnast um ykkar mál og skoðanir, og vegna þess að /flug hér á huga hefur verið hálfdautt undanfarið, fyrir utan þær nokkru myndir sem hafa komið hingað inn. Allavega, þannig er mál með vexti að ég ætlaði mér að byrja í fluginu þetta sumar, en gat það ekki vegna peningavandamála. Svo núna fyrir nokkrum mánuðum fékk ég vinnu, og ákvað það að vinna vel til þess að geta byrjað næsta sumar (semsagt sumarið 2010). Ekki hélt ég þeirri vinnu lengi vegna fíflaskapar innan vinnustaðarins, og þar með seinkaði flugnáminu um eitt ár í viðbót. Ég sé allavega ekki fram á það núna að geta byrjað sumarið 2010, vegna þess að það tekur tíma að safna yfir milljón þegar maður þarf að borga fleira með sama pening. Þess vegna langaði mig til þess að spyrja ykkur félaga, hvaða leið fóruð þið í þessum málum? Er þetta allt saman á lánum? Er ekki bara verið að lána fyrir bóklega þetta eða verklega hitt? Er nokkuð hægt að fá lánað fyrir öllu saman? Eða flestu? Ég sé allavega ekki fram á það að safna nokkrum milljónum með því að vinna hverja, eða aðra hverja helgi með skóla. Með kannski 70 þúsund kall á mánuði.

Þakka öll hjálpsamleg svör fyrir fram, Snorri.

Bætt við 2. nóvember 2009 - 20:20
Ég vil bæta því við að það var ekki ég sem var með fíflaskap, heldur yfirmennirnir. Þeir réðu og réðu fólk, og neyddust því til þess að segja mér upp ásamt öðrum.