Ég hef verið að velta einu fyrir mér: Eru einhver takmörk fyrir því hve lengi maður má vera að læra verklega hlutann fyrir einkaflugmanninn? Gæti maður t.d. tekið sér 10 ár í að safna tímum eða þarf að ljúka þeim innan ákveðins tímaramma? Ég veit að það er best að taka þetta á sem skemmstum tíma en er það nauðsynlegt?