Sælir peturpan og gleðilegt ár!
Afsakaðu hve seint ég svara þér en ég kem svo sjaldan hérna á Hugi.is
Ég get ekki mælt með neinum sérstökum skólum úti þar sem ég þekki ekki til þeirra en ég myndi veðja á þá stóru eins og Flight Safety og fleiri stóra. Margir skólar eru að bjóða upp á einhverskonar prógram þar sem flugnemar taka réttindi á t.d. Twin Otter, Metro eða eitthvað stærra eftir CPL námið og fljúga svo sem Co-pilots hjá samstarfsfyrirtæki flugskólans í farþega eða póstflugi til að safna sér reynslu. Ef ég væri að byrja í dag myndi ég líklega skoða svoleiðis möguleika vandlega. Þetta snýst mest um reynslu og aftur reynslu, flugreynslu í alvöru aðstæðum í alvöru tækjum.
Ákvörðun um hvar fólk ætlar að læra að fljúga á að mínu mati að byggjast á því hvar viðkomandi ætlar að starfa og velja skóla eftir því. Það skiptir mjög miklu máli.
Gangi ykkur öllum vel í náminu.
Helico.