Skv. frétt mbl.is mun GO ekki fljúga til Íslands í sumar. Ástæðan sem gefin er upp er sú að lendingargjöld og afgreiðslukostnaður á Keflavíkurflugvelli séu allt of há fyrir lágfargjaldaflugfélög.

Finnst þetta persónulega mjög skítt því ég hafði hugsað mér að notfæra mér þjónustu þeirra á þessu ári.

Ætli það sé einhver von til þess að þeir fái afslátt á þessum gjöldum?

Síðan spurning hvort að hið nýja íslenska lággjaldafélag sem ég heyrði eitthvað minnst á um daginn muni bjóða upp á flug til London á góðu verði…