Svona af því að ég gleymi alltaf að hringja á viðeigandi staði til að fá svör þá datt mér í hug svona núna á meðan ég man að spyrja nokkurra spurninga hérna.

Hvernig fer bóklega kennslan fram? Er kennt á kvöldin eða er þetta dagskóli? Eða er það misjafnt eftir flugskólum?
Borgar maður allan kostnað í einu eða bara eitthvað visst á mánuði eða er það bara samningsatriði?
Og svo það sama með verklegu tímana, varðandi kennsluskipulag og greiðslufyrirkomulag.

Ég þóttist allavega ekkert finna um þessa hluti á netinu og þætti vænt um svör ef einhver hefur þau á temmilega reiðum höndum.
Lélegur frasi…