Mirage orustuþotur franska flughersins taka þátt í flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli um næstu helgi en sýningin verður sú viðamesta sem haldin hefur verið hérlendis um árabil og hápunktur Flugviku, sem hefst í Reykjavík á sunnudag.

Flugmálafélag Íslands stendur að hátíðinni ásamt helstu aðilum tengdum flugi á Íslandi. Ýmis flugatriði verða í boði í borginni þessa viku, meðal annars fallhlífastökk, flugmódelflug, hópflug og listflug. Þá munu farþegaþotur Icelandair fljúga yfir borginni sem og gamli þristurinn Páll Sveinsson og flugsveit Landhelgisgæslunnar verður með sýningaratriði.

Bætt við 14. maí 2008 - 21:37
Fyrirgefið, eftir viku eða laugardagin 24.maí.

Allir einkaflugmenn (sem eiga flugvél) hafa verið beðnir um að hafa skýli sín opin, eða vélarnar úti í næstu viku eða frá sunnudeginum 18.maí til laugardagsins 24.maí.
“A superior pilot uses superior judgement to avoid situations which might require the use of his/her superior skills”