Ítalska flugfélagið Alitalia, sem rambar á barmi gjaldþrots, hefur selt nokkur af eftirsóttum stæðum sem flugfélagið hefur haft á Heathrow-flugvelli við London fyrir metverð, eða 67 milljónir punda. Um er að ræða allt að fjórðung stæða félagsins á vellinum.

Financial Times greinir frá þessu í dag. Segir blaðið að tvö stæðanna hafi selst á 30 milljónir punda, sem er metverð, og rúmlega tvöfalt hærra verð en fyrir tveimur árum. Kaupendur eftirsóttustu stæða félagsins hafi verið Continental Airlines, US Airways og British Airways.

Alitalia hefur barist í bökkum vegna mikils rekstrarkostnaðar og harðrar samkeppni við lággjaldaflugfélög. Nemur tapið á Alitalia um einni milljón evra á dag. Ítalska ríkið á 49,9% í félaginu, og er vænst ákvörðunar stjórnvalda um framtíð þess í næsta mánuð

tekið af mbl.is