Sælir Flughugarar,

Ég hef verið að spá í þessari ljósmyndakeppni, kom með nokkrar hugmyndir - ef svo skyldi vera að það væri nægur áhugi fyrir keppninni sjálfri.

1. Halda eina keppni með static myndum af flugvélum (semsagt „parkeraðar“ vélar, með slökkt á hreyfli/hreyflum)

2. Halda síðan aðra með „action“ myndum af flugvélum, t.d. An-124 að lenda í KEF eða eitthvað þvíumlíkt

3. Og að lokum halda keppni með myndum af mælaborðum vélanna, þegar þær eru í flugi. Sem sagt að það sjáist vel í mælaborðið og út líka. Gæti verið mjög flott :-)

Svo væri líka gaman ef það gæti verið haldin keppni yfir allt 2007 árið, sem sagt leyfa myndir frá 1. jan. til 31. des.


Hvað segið þið um þetta? :-D

Kveðjur

Bætt við 21. desember 2007 - 14:01
„Svo væri líka gaman ef það gæti verið haldin keppni yfir allt 2007 árið“

átti að vera:

„Svo væri líka gaman ef keppnirnar gætu verið með myndir yfir árið 2007, ekki 2008“