Jæja, nú er eitthvað að glæðast í fluginu.
Nýtt flugfélag á koppnum, m.a.s. lággjaldaflugfélag.
Þetta er nánast það eina sem vitað er um félagið sem á “kannski” að stofna og fréttamenn sjónvarpsstöðvanna virðast hafa mestan áhuga á því hvað þessi fjárfesting kostar. Allir vita að þetta er dýrt en hversu dýrt skiptir ekki öllu máli.
Hvað með spurningar eins og hvernig vélar verði notaðar og hvort það verði íslenskar eða erlendar áhafnir á þessum vélum?
Hvort að þetta séu bara áhugaverðar upplýsingar fyrir flugmenn veit ég ekki en mér finnst þetta skipta máli sérstaklega þar sem tíðin er nú eins og hún er í flugheiminum í dag.
Þetta eru spennandi tíðindi og vonandi skýrast línurnar á næstu misserum en rampsögurnar eru góðar líka, látið þær koma, spáum og spögulerum…..

kv. P