Klukkan tuttugu mínútur í sex bara í fyrramálið var ég að lenda frá Orlando Sanford, flugið var búið að vera hryllilegt, þröng, gömul og léleg sæti, þurrt loft, mikill hristingur og gömul vél, ég hef flogið oft áður og ég hef aldrei átt óskemmtilegt flug fyrr en í morgun, þegar flugstjórinn tilkynnti að við værum að fljúga á einum hreyfli, hreyfillinn fór greinilega í miðju flugi, þegar við flugum yfir nýfundnalandi, því þá missti vélin smá afl og rann til hliðar en rétti sig aftur af með þvílíkum látum frá virkandi hreyfli, og þannig var flugið óstöðugt restina af fluginu en okkur er tilkynnt þetta rétt mínútum áður en við lendum, flugstjórinn hljómar kvíðinn og hræddur í kallkerfinu og bendir okkur á að hann hafði þó æft þetta í hermi áður (semsagt enginn alvöru reynsla á einum hreyfli) og að slökkvuliðið og sjúkrabílar munu bíða okkar á flugbrautinni, ég sat vinstra megin í vélinni og sá þessa bíla bíða eftir okkur við hliðiná brautinni, svo finn ég dekkin snerta og þá var brunað á eftir okkur, við stoppum á brautinni, ekkert gerist og þá er keyrt að flugvallarbyggingunni, við löbbum beint út úr vélinni en ekki í landgang heldur stiga niður á jörð(samt var vélinni lagt við hlið) á leiðinni út spyr ég starfsmann í vélinni hvað hefði komið fyrir og hann svarar að þetta hafi einfaldlega verið bilun og ekkert mikið mál, hann hafði lent þrisvar áður í þessu í sömu vél! við löbbum út þá og brunalyktin sem er í kringum vélina var þvílík. og hún var líka þegar við komum útur flugstöðinni, brunalyktin gnæfði yfir allt vallarsvæðið!

Takk fyrir að lesa.. oako..


Bætt við 26. ágúst 2007 - 19:39
Gleymi að setja þetta inn: Þegar komið var inní vélina á Sanford-velli þá draup undan listum meðfram loftinu á vélinni og var ég ekki einn um að taka eftir þessu, sumir héldu Icelandair koddunum upp að loftinu til að blotna ekki af dropunum sem drupu niður. Og mikil raka-gufa blés inní vélina, þá spurði ég flugfreyju, hvað er þetta sem blæs inní vélina, hún svaraði að þetta myndaðist við það þegar kalda loftið úti blési inní heita vélina, bíddu, kuldi? útí í Orlando? hitinn úti var 35°C þegar við fórum inní flughöfnina! Vélin var mjög þung í flugtaki og ég hef aldrei verið jafn lengi í loftið í 757 vél eins og þessari! Ég vill benda á það að flugstjórinn tilkynnti að hreyfilinn væri BILAÐUR, það var ekki sagt að þeir hefðu slökkt sjálfir á honum, það hefði verið léttara að vita heldur en bilunin sjálf, en flugstjórinn sagði skýrt að við hefðum hreinlega misst hann! Sumir hafa kannski séð fréttina hér á Rúv í kvöldfréttum en ég hef aldrei orðið jafn hneykslaður á þessu lúxus flugfélagi okkar að það hafi verið breitt svona yfir þetta mál, það var sagt að hreyfilinn hafði titrað og slökkt hafi verið á honum í Rúv fréttum en því miður er það algjört kjaftæði!! Ég var í fluginu, og ég er bandbrjálaður núna því vélin er AFTUR farin í LOFTIÐ OG ER NÚNA Á LEIÐINNI TIL EVRÓPU!!