Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti í vikunni að hafa afskipti af manni sem ógnaði flugöryggi á heldur óvenjulegan hátt. Var maðurinn að leika sér með flugdreka í Öskjuhlíðinni og var hann svo hátt á lofti að það truflaði aðflug flugvéla að Reyjavíkurflugvelli.

Segir í frétt frá lögreglunni að maðurinn hafi tekið afskiptum lögreglu vel og tekið niður flugdrekann. Sagðist hann ekki hafa gert sér grein fyrir hættunni sem af þessu skapaðist.
fitbike pro park