Þessi könnun sem er í gangi núna áhugaverð en,það fer ekkert á milli mála hvar menn vilja hafa völlinn,ég er úr Keflavík og vill helst hafa hann í Vatnsmýrinni,þetta er ákjósanlegur fyrir innanlandsflugið og vel staðsettur svo og sögugildi sem völlurinn hefur er einstakur.

Ekki er fólk að kvarta útaf hávaða frá honum eða eitthvað slíkt og er alls ekkert fyrir neinum ef svo má segja.
Vissulega er þetta landsvæði verðmæt,en þessi flugvöllur hefur svo mikla sögu og það á að varðveita.
Til dæmis vil maður ekki sjá einhverjar byggingar eða verslunarmiðstöð á því svæði sem flugið á íslandi hófst árið 1919…myndi ekki koma til greina.

Hinn sögufrægi Melavöllurinn í vesturbænum var rutt í burtu,fyrir slíku þótt vissulega tók hann sitt pláss að þá væru svona vinnubrögð ekki leyfð nú á tímum.

Mikill meirihluti þykir vænt um Reykjavíkurvöllinn
og það þykir sjálfsagt að láta bara þetta svæði í friði.
Þótt vissulega gætu Reykjavíkurvíkurborg selt þetta svæði á tugi milljarða og hreinsað sínar skuldir eða þar eftir götunum,en maður vonar að svo verði ALDREI.

Það er hægt að fara aðrar leiðir heldur enn að ráðast á safamýrinna.