Hmmm, ekki viss um hvar ég ætti að spyrja að þessu. En jæja.

Ég hef rosalega mikin áhuga að verða flugfreyja.
En ekki á Íslandi. Semsagt helst í BNA.

Og því langar mér mikið að flytja þangað. Ég er búin að leita að þessu með Green Card og öllu því og stefni á að sækja um það 2008/9, þá myndi ég kannski fá það í kringum 20-21 aldurinn, sem er tilvalinn aldur. En er ekki viss hvort að ég má fljúga milli landa ef til vill þegar ég er ekki með svona alvörunni “US-citizen card”. Má ég það?

Er einhver með reynslu af þessu? Sem annaðhvort flugfreyja/flugmaður/stjóri? Eða veit um einhvern?

Eða með einhverjar ráðleggingar?

Ég er bara 17, en ég er viss í mínum málum. Pabbi minn er flugstjóri, bróðir minn er í flugvirkjun og einhvernvegin er allt tengt flugi að ganga í gegnum fjölskylduna. :P

Ég veit hvað ég þarf að gera. Ég veit að ég stend allar hæfniskröfur til að ráða mig sem “trainee” hjá bandarísku flugfélagi. Ég tala afburðar ensku, kann náttúrulega íslensku og dönsku og er að læra spænsku, sem hjálpar mikið. Fyrir utan að vera ekki með leyfi til vinnu þarna, Græna kortið eða annað.

Ég þarf aðeins leiðsögn ef hægt er að fá hana.
Á ég kannski að tala við BNA-sendiráðið?
En ég er ekki viss um að þeir myndu taka eitthvað mark á 17 ára gamalli stelpu, ég meina, einhverntíman á lífskeiðinu langar flestum stelpum að verða flugfreyja.

Það er samt munur að langa og ætla. Og ég ætla! ;)
Miles: 3969.64 | Kilometers: 6388.33