góðan daginn flugáhugamenn/konur :)

ég er i stökustu vandræðum með eitt og það er þegar ég er að fljúga i FS2004 með add on FSpassenger þá virðist ég ná fullkominni lendingu
og perfect flugi nema að einu leiti….fæ alltaf að farþegarnir hafi verið óánægðir með G-force eithvað, grunaði mig að það væri að tala um “of krappar beygjur” og skildi ég það vel þar sem ég lét oftast AP um að beygja og var það oft fullgrófar beygjur svo ég prufaði að sjá um að beygja á rétta stefnu handstýrt og mjög varlega og þá fæ ég sama í hausinn….

hvað getur verið að ég sé að gera vitlaust??

með fyrirfram þakklæti og von um hjálp

kv. J



Bætt við 23. febrúar 2007 - 12:08
endilega segjið mér ykkar galdur við að láta þetta hverfa og kanski eithverjar reynslusögur:)