Sælir félagar,málið er að ég keypti Deluxe týpuna af FSX í nóv en síðan byrjuðu vandræðin.
Ég installaði leiknum inn og allt ok,en fjörið byrjar þegar maður er að fara spila leikinn,hann höktaði þvílíkt…jæja ok lítil tölva hjá manni,ég hendist með hana í tölvulistann og sagði þeim að setja betri skjákort og vinnsluminni til að getað spilað leikinn.
Viti menn þetta var sama sagan!samt aðeins skárra,leikurinn tekur tæp 13 gígabæt!,ég fékk nóg…mér var sagt að þetta sé ekki eðlilegt og sama vandamálið er hjá 3 öðrum sem ég þekki.

Mér var sagt að Deluxe útgáfan væri stærri en standard útgáfan!…asnin ég (eða hvað!) drösslaðist út búð og keypti standard útgáfuna,ÉG GAT BARA EKKI BEÐIÐ AÐ FÁ AÐ SPILA ÞENNAN LEIK!!..FJANDINN HAFI ÞAÐ.

Nei svo aldeilis ekki…hann virkaði ekki sem skyldi,eftir að maður var búinn að láta hreinsa öllu út úr tölvunni!

Er maður fáviti!eða getur verið að leikurinn eigi að vera svona?…er leikurinn gallaður? hvað er þá vandamálið eigilega við leikinn?
Þolinmæðin er gjörsamlega á þrotum hjá manni,ekki furðu ég hef eitt um 35.000 kr til að reyna láta leikinn virka sem eðlilegast…..geri aðrir betur!

Kveðja
Amateur flugmaður sem vill fljúga þessum andskotans leik…..JÁ ÞOLINMÆÐIN ER FARINN!