Ég er í mikklum hugleiðingum þessa stundina varðandi einkaflugmanninn og var að spá hvernig menn sem eru í þessu námi eða hafa verið í því hafa fjármagnað það. Eflaust eru einhverjir sem áttu þennan 780 þúsund kall sem talað er um á www.flugskoli.is til en þeir sem áttu ekki neitt hvernig fóru þeir að? Var svo að spá með lán á þessu námi en það er talað um að landsbankinn láni fyrir flugnámi en svo þegar ég skoða heimasíðu bankans þá stendur að þeir fjármagna stóran hluta af verklegu atvinnuflugmannsnámi en ekkert talað um einkaflugmanninn. Vona að þið skiljið það sem ég meina og geti svarað mér.