góðann daginn, ég er ákafur IL2 FB spilari og er sona feta mig áfram í flight simulator… náði meirað segja minni fyrstu lendingu á stóri vél í gær:D en er með tvær spurningar, fyrri er hvort að eithver hér af ykkur flugmönnunum séuð að spila IL2 FB online og þá hvort þið gætuð sent mér msnið ykkar til mín og við spjallað saman.

seinni spurningin er þegar maður er á final að lenda vélunum og er í t.d 1,800ft og er með gír niður og flapa, þegar maður ýtir á auto approach takkann og stillir tíðnina í nav1 á maður þá að vera með altitude í gangi á autopilot-inum?

vegna þess ad ég virðist ekki fá vélina til að lækka sig sjálfa, þarf alltaf að lenda henni handstyrt á seinustu metrunum.

en með von um góð viðbrögð…..fljúgið save:)

kv. J

Bætt við 6. október 2006 - 17:35
seinni spurningin er fyrir flight simulator:)