Af MBL.is:

Dornier 328-þotu, sem Landsflug/City Star Airlines hefur á leigu, hlekktist á í lendingu á Aberdeen-flugvelli í Skotlandi í gærkvöldi og rann vélin fram af flugbrautinni eftir að hún var lent, að sögn Rúnars Árnasonar, framkvæmdastjóra Landsflugs. Rúnar sagði að engin slys hefðu orðið á fólki vegna atviksins, en 16 farþegar voru um borð og þrír í áhöfn vélarinnar sem var á leið frá Stafangri í Noregi.

Rúnar sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að að svo komnu máli lægi ekkert fyrir um orsök óhappsins en bresk flugmálayfirvöld rannsökuðu málið. Þá hefði íslenskum flugmálayfirvöldum verið kunngjört um atvikið og “þar sem við fljúgum á íslenskum flugrekstrarleyfum geri ég ráð fyrir að þau muni koma að þessari rannsókn”, sagði Rúnar.

Skýrt var frá því í frétt BBC og Sky-fréttastöðinni í gærkvöldi að flugbrautinni hefði verið lokað um tíma og þá var slökkvilið kallað út vegna atviksins.
Chevrolet Corvette