Ekki veit ég hve margir hér hafa flogið í þessari flugvél
sem heyrir sögunni til í farþegaflugi á Íslandi. Gæslan á
einn , með aðeins tjúnaðri hreyfla en gömlu F-27 höfðu . það voru
RR-dart , 1840 ehp. Vélar þessar sem taka 48 farþega þjónuðu
landsmönnum farsællega í yfir 20 ár. SLYSALAUST. Þó fór ein
sem FÍ átti með SAS í lendingu í Færeyjum í vondu veðri og
lélegu skyggni. ( 5 ? fórust). Þetta var TF-FIL , nýjasta vélin
í flotanum. Þó voru amk. tvær nærri farnar hér,. Önnur var að koma frá Akureyri og lenti í CAT ( clear air turbulence) yfir
Hvalfirði . Sú vél bókstaflega stóð uppá endann um tíma og
mótorarnir “ stolluðu” ,- ósköpin stóðu yfir í allt að 30 sekúndur , hef ég heyrt. Þegar flugmönnunum tókst að ná
stjórn á vélinni var annar hreyfillin bræddur úr sér og þeir
höktu á einum glóandi til Rvk. Hann var líka ónýtur, - þetta var
mjög tæpt. Held þetta hafi verið FIN , er þó ekki viss.
Hitt tilvikið var þegar millitúrbína sprakk í H-hreyfli í
flugtaki á ÍFj. Áhöfnin flaug á einum til Kef. með lendingarbúnaðinn lafandi og skrúfuna “ vindmillandi” því þeir
gátu ekki fjaðrað því hydraulic var öll í lamasessi.
Nauðlendingin tókst vel og farþegarnir sýndu flugstjóranum (G.A)
þakklæti sitt með jólagjöf , hef ég heyrt. Hvernig vél er F-27.?
Hún er hönnuð og fyrst framleidd á 6. áratugnum og þótti góð þá.
Hún er sterk en millitúrbínuýlfrið er alltaf leiðilegt,-
hún er leiðinleg í ókyrrð ,- hef oft flogið í F-27 , bæði
sem farþegi og á “ prikinu” og verri ókyrrð hef ég aldrei lent
í ,- bæði í lendingu á Akureyri og Egilsstöðum. Sumir flugmenn
uppnefndu þessa vél Zetor í stað Fokker því hún þótti hálfgerður
traktor. Þetta voru hagkvæmar vélar , en slysarecord þeirra
er frekar lélegt,- lítil eftirsjá í þeim.