Varðandi þessa spurningu um hvort ríkið eigi að styrkja innanlandsflug, þá segi ég nei, NEMA, styrkjum verði haldið áfram til Herjólfs og fleiri ryðdalla, þá finnst mér í lagi að innanlandsflugið fái eitthvað, en í raun finnst mér að það ætti frekar að vera í formi betra rekstrarumhverfis með minni skattlagningu á greinina. Svo má nú alveg fara að gera eitthvað skv. flugmálaáætlun sem átti að gera fyrir mörgum árum, það er langur listi.

Ef félögin fá hins vegar enga styrki, verða þau hreinlega að aðlaga sig og byggja sig þannig upp að sveigjanleiki verði nr. 1.
Minni vélar eins og Dornier 328 og tíðari ferðir gætu verið góður kostur, þrátt fyrir að þær séu dýrar.

Ég vil heyra (lesa) hvað ykkur finnst um þetta.

kv.

Mazoo