jæjja var loksins að taka sólóið. Hef oftast fengið gott veður þegar ég hef fengið flugtíma og nú var komið að chekkinu. Fínar aðstæður, lítið að gera á vellinum og allir happy, stóðst það með glæsibrag. Hann hoppaði úr vélinni (p.s á jörðinni) og ég fór einn af stað. Allt gott og blessað eeennn nnneeeiii, stuttu seinna þegar ég var að taxera kom þessi fallegi skúr, þá meina ég skúr!!!

Svo þurfti ég að taka á loft/lenda á braut 19 sem ég hef aldrei gert áður, júbbí. “Jæjja ég lifi þetta af” …þar til turninn breytti yfir í ensku, æm not gúd in einglis. Venjuleg umferð um flugvöllinn hefur oftast verið svona 2 aðrar rellur og bara rólegt og fínnt. En nú voru það 2 einkaþotur að ég held og fokker að lenda…

Þá fór ég að syngja lag. Smá textabrot: Ég er rangur maður, á röngum tíma……

En ég tók 3 flugtök og lendingar og lifði þetta af =)

ég veit að þetta eru bara hinir eðlilegustu hlutir í fluginu en fyrir svona abaketti eins og mig sem eru að fljúga einn í fyrsta skiptið getur þetta ruglað málin.