Komiði sæl.
Ég var að spá, nú er ég að prufa mig áfram með trialið af fs passengers. Og alltaf þegar ég er með það í gangi þá koma upp smá vandræði með GPS tækið í vélinni.

Segjum t.d. að ég taki á loft af san francisco intl bara og ætla að fljúga bara VFR flug eitthvað út í buskann, svo sé ég góðann flugvöll á GPS tækinu, og ætla að stimpla inn kóðann á honum, (veit ekkert hvað það heitir) og svo kannski byrjar hann á “k” og ég reyni að stimpla “k”. En ekkert gerist því einhver rödd segir bara “squack”.

Og svo þegar ég reyni að skrifa “a” þá segir einhver rödd “altitude” og svo þegar ég reyni að stimpla inn “L” þá segir röddin “altimeter” og svona eru flest allir stafirnir á lyklaborðinu, en bara þegar ég er í fs passengers flugi. En ekki þegar ég er bara að leika mér einn. En t.d. þá virkar “G” og “o” og einhverjir aðrir stafir í GPS tækinu.

Veit einhver hvað er í gangi? :S

P.S sorry hvað þetta er langt, en gat ekki haft þetta neitt styttra.