Sælir,
Eins og þið sjáið þá setti ég inn könnun um hvað mönnum finnst um Ísland 2000 landslagið. Ég sjálfur var fyrir þónokkrum vonbrigðum þegar ég kom við í BT seinustu jól eftir vinnu og prufaði landslagið í einhverri 1000 Mhz megatölvu. Hér kemur niðurstaða mín og ástæðan fyrir því að ég keypti það ekki:

- Það hökkti gjörsamlega allur leikurinn og engin leið á að fljúga Cessnunni sem ég fór á.
- Engir nýjir flugvellir voru á kreiki :(
- Svo kostaði það 2000-3000 kall minnir mig (correct me if i'm wrong), gaukar út í útlandinu eru að gera álíka landslög og gefa þau út frítt til niðurhlöðunar (t.d. á flightsim.com)

Eini kosturinn við það er að maður sá rosalega nákvæm fjöll og svolagað… á nokkura sekúnda fresti reyndar vegna “overload-i” á tölvuna (sem var 1000 Mhz eins og áður var getið). En ég nota ekki FS2000 til að æfa mig í VFR flugi og held ég að fáir geri það.

Þetta er mitt álit á þessu landslagi. Ég vil endilega heyra fleiri “comment” frá öðrum hvort sem þeir eru á móti mér eður ei.

Takk fyri