Jæja,

Þá er toppnum náð hvað varðar að koma í “frægar” flugvélar. Var að koma úr stærstu flugvél í heimi, Antonov 225, en hún lenti á Keflavíkurflugvelli um 00:30.

Hún var byggð árið 1988 til þess að flytja geimferju þeirra rússa en þegar Rússland féll um sjálft sig var henni lagt. Nú er hún þó komin aftur og flýgur um loftin blá.

Fullfermd er vélin 650 tonn….

Það eru aðeins til tvær svona vélar í heiminum en hin er ekki flughæf. Bara svona til samanburðar þá er Airbus 380 vélin lítill kettlingur miðað við þessa.