Jæja þá fer að koma að því að ég geti farið að láta drauminn minn rætast og byrja að læra að fljúga. En þá vakna upp margar spuriningar.

Ég get byrjað að læra verklegt sona í kringum Janúar byrjun og tekið sóló þegar ég verð 16 ára 25.febrúar. Eða byrjað bara að læra með sumrinu taka sóló og allt það og fara svo í bóklegt um haustið.

Svo er líka hver er best að læra. Ég bý á Selfossi og hef ekki heyrt um að það sé nein kennsla á vellinum hér(endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál).

Svo er líka borgar sig ekki að kaupa sér hlut í flugvél eða flugklúbb þar sem maður sér framm á mikið flug næstu árinn eða þangað til atvinnumans prófið er í höfn.