Sælir, eitthvað hefur borið á þyrluflugmönnum hér á huga og langar mig að forvitnast aðeins um þá og biðja þá um að segja aðeins frá sér.

Eruð þið að vinna sem þyrluflugmenn eða eruð þið “bara” einkaþyrluflugmenn.

Svo væri gaman ef þið segðuð aðeins frá hvaða leið þið fóruð að þyrlunáminu og svona.
Mig dauðlangar til að prufa að fljúga þyrlu einn daginn og það er aldrei að vita nema að ég taki einhvern daginn prufutíma þegar fjárhagurinn verður betri.