Mjög skemmtilegur flughermir þarna á ferð, en það er eitt við hann sem böggar mig mjög.

Vandamálið er að þegar ég ýti örlítið á vinstri örvar takkann þá helst vélin í sama halla, staðinn fyrir að renna aftur til baka í center. Þannig að það er mjög erfitt að rétta hana nákvæmlega af, nema maður noti bara autopilotin, sem er bögg :/

Ég hef nú ekki mikla reynslu í háloftunum in real life en ég hef þó einhverja, og mér finnst það vera allt öðru vísi að stýra cessnu í leiknum heldur en í alvörunni. Cessnan er miklu stilltari í alvörunni, lætur vel af stjórn. Þessi í leiknum fer á hvolf ef ég held t.d hægri eða vinstri örvartakkanum niðri í 2 sekúndur.

Ég veit að nú komiði með comment eins og “kauptu þér joystick”. Ég veit að það gæti mögulega lagað vanda minn, en ég kýs samt sem áður að vera með lyklaborðið mitt :/

Er einhver sniðug stilling sem gæti breytt þessu?
Hvar er svo líka rudderinn á lyklaborðinu?