Sælir Hugverjar, og -verjur ;-)
Mikið hefur verið rætt um samkeppni flugfélagana og kosti þeirra og galla.  Það sem mér hefur fundist vanta í umræðuefnin hérna á Huga eru flugskólarnir.  Er einhver samkeppni þeirra á milli?  Finnst ykkur einhverjir skólar ekki standa sig í samkeppninni eða eru þeir of ólíkir til að geta keppt á sama grundvelli?  Það væri áhugavert að heyra ykkar sjónarmið hérna og þá helst málefnalegt, án skítkastsins sem því miður fylgir oft.  
Vonast eftir fjörugum umræðum.
                
              
              
              
               
        





