Svo er mál með vexti að ég er 17 ára Reykvíkingur sem hef brennandi áhuga á flugi. Mig hefur langað til þess að læra flug frá því að ég man eftir mér og loksins þegar ég er kominn með aldur til þá lendi ég á skeri, reyndar stóru skeri - foreldrarnir.

Pabbi var flugmaður í mörg ár og var hann með PPL skírteini, tveir frændur mínir voru líka flugmenn og einn þeirra var atvinnuflugmaður hjá Arnarflugi. Þeir eru allir hættir núna að fljúga og pabbi er rosalega á móti því að ég byrji að læra þetta þannig að ég finn ekki fyrir neinum stuðning hjá honum enda er hann hræddur um stráksa.

En stundum þegar ég tala um flug við hann þá segist hann vel geta hugsað sér að byrja að fljúga aftur - bara ef honum byðist að fá gömlu vélina sína, TF-ENN(núna TF-TOD). Núna hef ég heyrt miklar og margar sögusagnir um hversu vel gangi hjá Flugskólanum Flugsýn og var ég að pæla HVAR get ég séð ef það stendur til að selja þessa vél? (uppboði eða bara venjulegri sölu)

Ég myndi meta það mikils ef ég fengi góð svör þar sem þetta skiptir mig rosalega miklu, mig langar ekkert meira en að fara að svífa um í háloftunum og sérstaklega að fá pabba með ;)

Þannig að spurningar mínar eru:

a) Hvar get ég séð tilkynningar þess efnis hvar flugvélar eru seldar, sem og á uppboði og þessháttar?
b) Með hvaða flugskóla mælur <u>ÞÚ</u> með?
c) Eru svona einkaflugmanns“pakkar” algjört nei?

Ég þakka ykkur fyrir og ég vona að ég hafi náð að koma efninu sem best frá mér. Gangi ykkur vel að fljúga í framtíðinni og farið varlega ;)