jæja, var að taka eftir enn einni hækkuninni í viðbót hjá Flugskóla Íslands.
Nú kostar tíminn á njólann 32.200 kr! Mig langar til að benda fólki hérna á það að þegar fólk sem var á fyrstu JAR námskeiðunum, B1-B2 o.s.frv. þá voru menn að fá þessa vél á 14-16000 kr. HVAÐ HEFUR BREYST? (AVGAS kostar ennþá 75kall per liter)

Fólk er búið að fá algjörlega nóg af þessari andskotans glæpastarfsemi sem þessi skóli stendur fyrir!

Síðan þegar fólk fór að fara til Florida til að klára þetta þar hjá JAA approved FTO´s þá bara alltíeinu einsog þruma úr heiðskíru lofti kemur FMS með nýja og enn eina séríslensku reglugerðina en hún var eitthvern veginn þannig að þú þyrftir að klára hjá þeim skóla sem þú tókst bóklega partinn hjá, ég kann ekki alveg deili á því en það er allavega búið að koma í veg fyrir það að maður geti klárað pakkann þar, þrátt fyrir að viðkomandi FTO sé JAA approved!

Síðan þegar Cheffarnir eru spurðir inní FÍ þá segja þeir bara, jah þetta er svona í Bretlandi og svona þar! Góð rök?

Ég veit það fyrir víst að rekstrarkostnaður á FTN í dag er ca 12000 kr ef ekki lægri þar sem að Flugskólar eru ekki einu sinni virðisaukaskyldir!

HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA?
Ykkur til uppl. þá kostar twin tími á senecu á FL 9000 kr.

Kveðja
Einn Pirraðu