Þessir nýjr áfangastaðir sem Icelandair ætla fljúga á Berlín,Hamborg,Madrid,Munchen,Milano,Zürich,Helsinki eru jú flottir,en manni til mikillar furðu þá ætla þeir að fljúga til Helsinki!
Mig minnir að þeir flugu þangað 2 sinnum í viku fyrir nokkrum árum og það borgaði sig ekki.
Manni finnst Helsinki vera ansi mikið úr leið hvað tengiflug varðar ef farþeginn heldur áfram til annað hvort til suður evrópu eða þá lengra inn.
Það eru ekki margir sem ferðast í gegnum kef frá vesturheimi og áfram til Rússlands og eystrasaltríkjana,SAS hefur ávallt flogið frá Köpen,Oslo og Stokkhólmi til þessara ríkja og farþeginn velur einfalltlega þessa tengistaði hvað möguleikana varðar,svo líka ætla icelandair að fljúga þangað bara 2 sinnum í viku,“bara!”en kannski væri það bara nóg 1 sinni í viku bara til að sjá hvernig viðbrögðin væru.

Helsinki er alveg gullfalleg borg og ekki vantar náttúruna þarna,en er Icelandair að stóla á að Helsinki verði einhver tengiviðkomustaður fyrir þá fáa farþega sem halda lengra til austurs!það getur varla borgað sig.
Málið er er líka að Finnland hefur sama og sem ekkert verið sértstaklega kynnt vel fyrir okkur íslendingum í gegnum tíðina þótt ótrúlegt megi virðast því þetta er eitt fallegasta land í heimi það eru samt alltof fáir íslendingar sem ferðast yfirleitt til Finnlands,Rússlands og til eystrasaltríkjana 3 því það myndi enginn sjá eftir því.