Tekið af mbl.is

44 fóru fórust og tveir lifðu af flugslysið í morgun við flugvöllinn í Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er írönsk farþegaflugvél fórst, að sögn lögreglunnar í Sharjah. Alls voru 46 manns um borð í vél Kish Air-flugfélagsins og var meirihlutinn útlendingar. Vélin, sem var af gerðinni Fokker 50, brotlenti við alþjóðaflugvöllinn í bænum Sharjah í lendingu er hún var að koma frá írönsku eynni Kish.

Vélin brotlenti á opnu svæði um 3 km frá flugvellinum. Vélin brotlenti kl. 11:40 að staðartíma, eða kl. 7:40 að íslenskum tíma, en tildrög slyssins eru ókunn. Enginn á jörðu niðri lét lífið.


Alltaf leiðinlegt að Sjá sona, hvað þá svona flotta vél sem Fokkerinn <a href="http://www.airliners.net/open.file/457517/M">er</a>

Er þetta ekki 3 Fokkerinn sem fer á tæpum 2 árum ? Luxair og svo rámar mig í e-h annað?