Góðan dag.

Menn eru oft að lofsyngja ferðaskrifstofuna Iceland Express. Þetta fyrirtæki er bara ekki töff. Þessar nýju auglýsingar þar sem þeir segja “eru menn leiðir á dýrum fargjöldum, kannski FLUGLEIÐIR”. Þetta finnst mér fáránlegt og bara barnalegt og í sömu auglýsingu eru þeir að nota broskalla alveg eins og Icelandair. Djöfull verð ég pirraður þegar ég sé þessa auglýsingu. Þeir koma kvartandi á markaðinn en eru bara sjálfir byrjaðir að pretta. Þeir eru bara að gera hvað sem er til að halda áfram t.d. gefa þessa “fríu” miða (þar sem þú borgar samt").Fólk líka heldur að þetta sé heilagur sannleikur og það er ekkert ódýrara en Iceland Express. En hér er saga af frænda mínum sem pantaði far frá Kaupmannahöfn með Iceland Express og fékk miðan AÐRA leiðina á 20.000 en 27.000 fram og til baka með Icelandair. Hvar eru líka Iceland Express í styrkjum? Maður sér stundum að það er hægt að vinna fríar ferðir en Icelandair styrkja og styrkja allan andskotann.