Af hverju í óskupunum tekur þetta alltaf svona langan tíma að rannsaka svona minniháttar óhapp (flugslys)
þetta óhapp gerðist í maí og það var á ferð cessna 170!
Allavega vekur það furðu mína af hverju tekur þetta svona alltaf langan tíma hjá RNA og þetta er ekki bara þetta atvik,tíðgast svona vinnubrögð erlendis?
Eða veit maður ekki betur!
ef ekki fræðið mig.

Eða liggur bara skýslan undir ryki og allt í einu rekur einhver augun í hana og segir “já alveg rétt! þetta átti að fara birta í blöðin!”

greinin fyrir neðan af mbl.is

Innlent | 21.11.2003 | 18:10

Flugmaður beitti stjórntækjum rangt í hliðarvindslendingu

Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) telur að röng beiting stjórntækja flugvélar í lendingu í hliðarvindi á Keflavíkurflugvelli í maí hafi orsakað það að hún stélkastaðist hálfhring með þeim afleiðingum að hjólabúnaður skekktist og framrúða brotnaði.
Við rannsókn fannst ekkert athugavert við stjórntæki og bremsubúnað flugvélarinnar, en hún var af gerðinni Cessna 170, árgerð 1952. Flugmaðurinn er reynslumikill, með rúmar 10 þúsund flugstundir að baki og 21 stundar reynslu á viðkomandi flugvélartegund.

Flugmaðurinn framkvæmdi þriggja punkta lendingu á braut 20 en miðað við stefnu vinds gagnvart brautarstefnu samsvarar það um það bil 6 hnúta meðvindi og 10 hnúta hliðarvindi.

Í lendingarbruni leitaði flugvélin til hægri að sögn flugmannsins og þegar hann ætlaði að rétta feril flugvélarinnar af, stélkastaðist hún í hálfhring til vinstri og staðnæmdist á flugbrautinni. Við það skekktist hjólabúnaður og framrúða brotnaði en hvorki loftskrúfa né vængendi snertu jörð