Tekið af heimasíðu Flugmálastjórnar:

“Sprengjuhótun í tékkneskri farþegaþotu”

“Ræst hefur verið út eftir neyðaráætlun á Keflavíkurflugvelli eftir að tilkynnt var um sprengju um borð í tékklneskri farþegaþotu suðvestur af landinu. Flugfélag þotunnar, CSA, Czeck Airlines, tilkynnti flugstjórn í Reykjavík kl. 16:45 um að félaginu hefði verið tilkynnt um sprengju um borð í flugvélinni. Hún er af gerðinni Airbus 310 (A310) og um borð eru 174 farþegar og tíu manna áhöfn.

Áætlað er að þotan lendi á Keflavíkurflugvelli kl. 17:47. Flugvélin var á leið frá Prag í Tékklandi til Kennedy flugvallar í New York. Þegar óskað var eftir því að hún fengi að lenda á Keflavíkurflugvelli var hún stödd um 660 sjómílur suðvestur af Reykjanesi, eða á 57N og 40V. Flugvél Flugmálastjórnar sem var á flugi nálægt Vestmannaeyjum þegar tilkynningin barst, lenti í Eyjum til að taka eldsneyti og flaug svo til móts við þotuna.”