Það er hefð hjá innanlands flugmönnum sem eru að fara í utnlandsflugið, að hræða líftóruna úr farþegum sem eru í síðustu flugferð innanlandflugmannsins!
Þar sem yfir 60% Íslendinga eru flughræddir gengur þetta ansi vel!

Ég hef nú lent í þessu áður og verð að segja þetta eru nokkuð klárir menn á Fokkerana!
Þetta skeði: Hann flýgur í áttina að flugvellinum og setur dekkin niður og undirbýr lendingu og dekkin sleikja flugbrautina, en allt í einu fer flugvélin beint uppí loftið og heldur áfram að fljúga í átt að Flatey, og þegar hann er yfir henni tekur hann krappa 180° beygju og lendir loks á vellinum!

Þetta þótti mér gaman en móðir mín var ekki á sama máli :)