APP eða airline preparation programme er í raun gamla intergrated leiðin þeirra til FATPL.

Intergrated er í raun samfellt nám þar sem bókalestri og prófum er skipt niður milli verklegrar kennslu. Í raun er þetta fyrir þá sem þurfa að láta halda í hendina á sér í gegnum námið og í raun er þér pakkað í bómul. Þú þarft í raun ekki að hafa áhyggjur af hvað skal taka næst, það er séð um þig.

APP er í raun þessi sama leið nema breytingin er sú að nú þarftu að fara í inntökupróf sem taka að ég held 3 daga og innihalda sim check, sálfræði og almennt hæfnispróf ásamt viðtölum ( 5 í heild að ég held). Í raun er þetta screening hugsuð að þörfum flugfélögunum, í raun er þetta sama ferli og fer í gang við ráðningar flugmanna hjá stærstu flugfélögunum úti í heimi.

Námið lengist örlítið frá því sem var í gamla intergrated, enda bætist við JOT ( Jet orientation Training) og örlítið fleiri flugtímar.

Verðið er hærra en á gamla intergrated sem var um 50 þúsund pund en í dag er verðið allt að 65-70 þúsund pund sem gerir um 8-8,5 milljónir króna. ATH það er fyrir utan uppihald s.s. húsnæði og mat í allt að 2 ár.

NB gamla intergrated leiðin er nú hætt og APP hefur við henni tekið.

KV
Proxus
—————————-