Maður er orðinn svo vanur að skella sér alltaf á þessa sömu ‘'gömlu’' flugvelli aftur og aftur þegar maður fer í x/c. Ég persónulega er alltaf hálf smeykur við að fara á ókunna flugvelli þar sem maður þekkir ekki neitt inn á þá (s.s hvar bensínið er, hvernig maður á að haga aðfluginu, taxibrautirnar, hlaðið o.sfrv)
Ég lærði einkaflugmanninn í RVK og einu flugvellirnir sem ég hef farið á eru í : Reykjavík, Flúðir, Selfoss, Stóri-Kroppur, Stykkishólmur, Vestmannaeyjar, Geysir, Húsafell, Bakki, Hella, Kaldármelar (man ekki eftir fleirum)

Ætla að reyna ferðast á fleiri flugvelli núna í sumar t.d skella mér til Akureyrar. Er ekki bara besta ráðið að undirbúa sig nógu vel og vera búinn að skoða AIP
Hvaða flugvelli mælið þið með til að skella sér á???