Hvað finnst ykkur um þetta mál með að Iceland Express hafi ekki fengið neinn auglýsingastyrk? Sjálfum finnst mér það ekkert svo skrýtið hefðu kannski mátt fá nokkrar milljónir en ekki einhverjar 40. Flugleiðir fengu 80% ú sjóðnum en það ætti að vera í lagi því að þeir eru eiginlega eina fyrirtækið sem auglýsir Ísland e-ð af ráði. Iceland Express þurfa að sanna sig fyrst áður en þeir biðja um tugi milljóna finnst mér. Byrjuðu fyrir u.þ.b 2-3 mánuðum. Þetta er eins og að hljómsveitin Búdrýgindi myndi verða ofsa reið yfir því ef hún hefði sótt um styrk en ekki fengið neitt en Quarashi hefðu fengið 80%. En þetta er bara mitt álit. Kannski eru einhverjir svaka hneykslaðir yfir þessu. En skiptar skoðanir mann eru það sem halda þjóðfélagi gangandi.