Flugöryggisnámskeiðið í dag var hið allra besta þrátt fyrir að hafa verið mjög illa auglýst en gott var að mæting var frábær og gaman að sjá Selfyssingana sem komu fljúgandi á fundinn. En einmitt báðu þeir sunnlendingar um aðstoð okkar sportflugmanna að senda bæjarstjórn Árborgar og FMS tölvupóst þar sem við mótmælum harðlega fyrirhugaðri lokun BISF.

Einn tilmælandi ræddi mikið um “líníngar æði” ég er eins ósammála honum og hægt er því ég hef lent í því að þurfa að bíða á rampinum vegna umferðar og lennti þá í því í flugtakinu að kertin voru full af drullu og varð ég að draga verulega úr afli til að geta haldið hæð. Þetta voru svona byrjunar örðugleikar en maður lærði nú af þessu öllu sem betur fer.

himnahaukurinn.