Mig langaði að forvitnast aðeins um þessi stöðupróf sem eru haldin fyrir ATPL. Ég er sjálfur einkaflugmaður og stefni alla leið, en er ekki búinn að framhaldsskóla strax og ætla taka mér smá frí úr skólanum. Mér skilst að ef maður sé ekki kominn með stúdentspróf þá þurfi maður að taka inntökupróf/stöðupróf til þess að geta hafið bóklegt námskeið fyrir ATPL. Er ég ekki örugglega að fara með rétt mál???
Hvernig eru þessi próf og í hverju er prófað? Er þetta rosalega erfitt sé maður ekki búinn með eitthverja áfanga í eðlisfræði o.s frv þó maður sé nú nokkuð klár í flugeðlisfræði og slíku :)

Hvernig er þetta ef maður fellur? Fær maður þá að reyna aftur strax eða……….??
Síðan svona í lokin þá langaði mig að forvitnast hvernig það væri best að undirbúa sig og er jafnvel hægt að borga eitthverjum flugkennara til þess að þjálfa mann fyrir prófin??

Von um góð svör (helst frá þeim með reynslu) og þá má bæta við öllu þessu tengt

Kveðja
Guðmundur Hauku