“Sluppu með skrekkinn þegar flugvél brotnaði í lendingu”

Betur fór en á horfðist þegar farþegaflugvél af gerðinni Fokker 50 frá spænska flugfélaginu Air Nostrum fór út af flugbraut í lendingu í Mellilla, sem er spænskt borgríki á strönd Norður-Afríku. Vélin rakst á grindverk á flugbrautinni og brotnaði síðan í tvennt. Sautján manns voru í vélinni, sem var að koma frá Malaga, en samkvæmt fréttum hlutu níu þeirra smávægileg meiðsl eða taugaáfall. Air Nostrum er dótturfélag flugfélagsins Iberia. Á síðustu árum hafa orðið þrjú slys í áætlunarflugi milli Malaga og Melilla og 42 hafa látist í þeim slysum.

( tekið af mbl.is )