Einn bekkjarfélagi minn er alveg hooked á tölvuleiknum Quake 3 og hann er alltaf inn á static.hugi.is sem er svona gagnasafns síða. Hann downloadar myndböndum sem einhverjir aðrir Quake kauðar út í bæ eru búnir að senda inn á, þetta finnst honum voða spennandi að horfa á.

En “anyways”, getum við á fluginu ekki sótt um svona, haft möppu sem heitir flug og þar senda menn inn video af flugum, flottum lendingum, flottu íslensku landslagi og jafnvel að einhver kennari tæki sig til og gerði svona kennsluvideo af völdum atriðum í rellufluginu. Nú er hægt að taka video á allar nýjustu Digital myndavélar og hvað þá Digital videotökuvélarnar. Mikilvægt væri að mest allt sé tekið á Íslandi eða af Íslendingum til að hafa þetta “exclusive”, það er hægt að skoða þetta útlenska á öðrum síðum.

Eiga ekki öll áhugamál rétt á þessu, ég bara spyr, eru kveikarar eitthvað hærra settir hérna?!?