Ég kaus nú að Selfoss væri of langt frá bænum en ég hef haft hugmynd í kollinum um Selfoss eða einhvern annan flugvöll á suðurlandi í doltinn tíma, hún er frekar óútpæld en þetta er bara hlutur sem ég hef verið að velta fyrir mér.

Væri ekki sniðugt að fá einhverja aðila til að stofna ATPL flugskóla í líkingu við flugskólana út í Evrópu, skólinn sjálfur gæti verið nálægt einhverjum af flugvöllunum á suðurlandi og kemur Selfoss fyrst í hug því hann er styst frá bænum. Þetta gæti verið svona nokkurs konar heimavistarskóli þar sem maður er út í “sveit” í ró og næði frá öllu borgarstressi og les námsbækurnar. Svo væri flogið út frá vellinum sem yrði væntanlega endurbættur með viðeigandi búnaði til að vera kennsluhæfur fyrir IFR. Ok, það er alltaf verið að tala um að það sé ódýrast af Evrópulöndum að fljúga á Íslandi (veit ekki hvað er mikið til í því lengur, allaveganna ódýrara en t.d. í DK skv. nýjustu athugunum), af hverju nýtum við okkur þetta ekki, markaðsetjum svona skóla fyrir Evrópumarkaðinn, bylgjan sem fyrir löngu er búið að spá hlítur að fara að koma og þá fara fleiri að sækjast eftir flugnáminu. Ég myndi fara í svona skóla, læra alla vikuna (í sveitinni :-) og koma svo heim um helgar að sýna sig og sjá aðra í fjölskyldunni, fara í flugherma-tíma í nýja ríkiskassanum *okkar* og bara læra meira.

TF-JMK: Requesting opinions, go ahead