Sælir strákar -

Ég veit ekki hvort að ég sé enn einn óþolandi gaurinn sem ekkert veit og kemur hingað og er pirrandi. Það er allavegana ekki ætlunin og langar mig að biðja ykkur sem flesta um að miðla þeim upplýsingum sem þið hafið.

Allt frá frá því að ég man eftir mér hefur mig alltaf langað til þess að læra að fljúga og starfa við það, því að það væri mjög gaman að ná að sameina áhugamál og starf á þennan hátt. Ég hef hinsvegar ekki ennþá haft það í mér að byrja, vegna þess að ég veit ekki hvernig mér myndi ganga í tveimur skólum á sama tíma (Verzló og flugskóli). Í dag er ég 19 ára og á eftir eitt of hálft ár í Verzló.

Mynduð þið halda að það væri eitthvað vit í því að byrja í flugnámi á sama ári og maður hefur stúdentsárið?

Hvernig er best að safna sér flugtímum? Er best að vera bara á Íslandi og safna þannig, eða á maður að flytja eitthvað út og safna flugtímum erlendis?

Sólópróf - einkaflugmaður - atvinnuflugmaður…eru þetta einu prófin sem maður þarf til þess að geta starfað sem flugmaður?

Hvað tekur námið ca. langan tíma ef maður heldur sig við efnið og allt gengur að óskum?

Er ráðið í stöður hjá flugfélögum eftir einkunnum á prófum?

Hversu miklar líkur eru á því að maður fái vinnu hjá Flugleiðum/Atlanta?

Ég vona að þið getið hjálpað mér eitthvað með þetta því að maður veit stundum ekkert um hlutina…

kveðja,
Nonni