Sælir.

Ég er nú enginn flugmaður en mikill áhugamaður um flug. Ég hef verið að spila flight simulator 2002 núna um nokkurt skeið og langaði að spyrjast fyrir um eitt atriði.

Þegar ég er á leið á einhvern flugvöll og bið um lendingarleyfi þá flugturninn segir mér að fljúga “left downwind use 1 for landing” eða eitthvað á þá leið. Vandamálið mitt er, hvernig veit ég hvaða flugbraut er hvað og hvernig er það þegar vélar eru að stefna á flugvöll, eru það bara flugmennirnir sem að reikna út leiðina eða er það flugturnin sem segir þeim nákvæmlega í hvaða stefnu þeir eiga að vera hverju sinni. Ég hélt að það væri soleidis :) en ég man ekki eftir því að flugturninn gefi mér upp neitt ákveðið heading.

Ég vona að þið áttið ykkur á hvað ég er að segja og vonandi þolið þið að hafa einn svona amatör með ykkur.