Ég veit að það er önnur grein hér um Skerjafjarðarslysið en hún er um skýrslu bresku sérfræðinganna. Mig langar til að sjá hvert ykkar álit er á því sem nú hefur komið fram í þessu hörmulega máli.

Nú hefur það fyrirtæki sem að keypti hreyfilinn staðhæft að hreyfillinn hafi verið úrbræddur. Ég hef líka heyrt mjög reynslumikinn og þekktann flugmann sem varð vitni að slysinu segja þetta vera mun sennilegri skýringu. Það sem að vitni segja er að mótorinn hafi snögglega þaggnað. Hvað gerist þegar mótorar verða bensínlausir? Þeir sem að hafa upplifað það (þar á meðal ég) vita að mótorinn snarstöðvast ekki heldur ganga skrikkjót í dálítinn tíma áður en það drepst á þeim. Með einni undantekningu þó, það er þegar skrúfað er fyrir bensínkranann. Annað er að það hefur lítið verið minnst á það hjá FSN að kafarinn sem að kafaði fyrstur að flakinu varð frá að hverfa í fyrstu vegna bensín mengunar í kringum flakið

Hvaða skýringu sem menn hallast að í þessu máli þá stendur eitt upp úr. Það að FSN skyldi hafa afhent mótorinn Ísleifi Ottesen áður en rannsókn var að fullu lokið eru meiriháttar starfsafglöp.
Þetta var sönnunargagn og þau eru aldrei afhent fyrr en máli líkur að fullu.

Nú spyr ég Hugar, hvað finnst ykkur og berið þið sama traust til Flugslysanefndar eftir þetta?