Bird of prey Að morgni 18 október, 2002, afhjúpuðu Bandaríski flugherinn og Boeing fyrir fámennum fjölda valdra blaðamanna “Bird of Prey”, fyrrum “svarta” eða háleynilega tilraunaflugvél sem var smíðuð og prófuð um miðjan tíunda áratuginn. Afhjúpunin átti sér stað hjá Boeing “Phantom Works” í St. Lois.

“Svartar flugvélar” þar sem sjálf tilvera þeirra er háleynileg eru notaðar til að sýna fram á háþróaða tækni með mikla yfirburði í hertækni og afhjúpun sem þessi á sér stað einu sinni til tvisvar á tíu ára tímabili. Flestar flugvélarnar eru prófaðar á “Area 51”, sem er leynileg herstöð fyrir tilraunaflug í Nevada eyðimörkinni.

“Bird of prey” flugvélin sem lítur út eins og samnefnt geimfar úr Star Trek frekar en nokkur fjaðraður fugl er tilraunaloftfar fyrir torséða orrustuþotu eða sprengjuvél. Sumir af eiginleikum hennar eru notaðir í Boeing X-45 tilraunaloftfarinu, sem er ómönnuð flugvél.

Hvítmálaður hluti framan við mótorinntakið á hinni sérstöku vél kemur upp um tilgang hennar. Þessi torséða flugvél er ekki eingöngu fyrir nóttina heldur dagsbirtu einnig. Yfirmenn Boeing og flughersins staðfestu að flugvélin sé hönnuð til að vera svo torséð að hún geti virkað í björtu. F-117 og B-2 eru eingöngu notaðar í myrkri.

Hvíti hlutinn kastar birtu og ruglar skuggamyndun, en það er hluti af flóknum feluham. Opinberlega segja Boeing og herinn að vélin sé eingöngu til rannsókna á “nýjum torséðri tækni” en það er frekar líklegt að aðrar framþróanir, svo sem lampar eða lýsandi hlutar sem eyða skuggum hafi verið notaðar einnig. Þotan notar einnig nýja tækni til að minnka radarsvörun s.s. hlífar sem eru yfir hreyfanlegum stjórnflötum á vængjum. Hlífarnar hylja bil sem gætu gefið óumbeðna radarsvörun.

“Bird of Prey” hefur flogið 38 sinnum, fyrst 1996. Enginn segir hvar flugin áttu sér stað en líklegt er að það hafi verið á Area 51. Hinir merkilegu þættir í hönnun þessarar vélar verða vafalaust notaðir í næstu kynslóð af torséðum flugvélum, en flugvélin sjálf hefur lokið hlutverki sínu og stungið til hliðar, en það er einmitt ástæðan fyrir því að Boeing og flugherinn voru tilbúnir að sýna vélina opinberlega.

Hreyfillinn í vélinni er sá sami og í Cessna Citation, og er tilraunaloftfar með hámarkshraða upp á 300 mílur og hámarkshæð upp á 20.000 fet. Flugtaksafköst vélarinnar eru “eðlileg, en hægfara” segir tilraunaflugmaðurinn Joe Felock. Þó að aðaltilgangurinn með vélinni tilraunir með torséða hæfileika, gáfu þeir einnig “Phantom works” deildinni hjá Boeing möguleika að sýna fram á að það er hægt að byggja tilraunavél fljótt og ódýrt. Vélin var smíðuð úr carbon fíber og ótrúlegt en satt, þrátt fyrir skrýtið útlit, hefur hún handvirk stjórnkerfi sem er ekki tölvustýrt.

Verkefnið var að fullu fjármagnað af Boeing og kostaði 67 milljónir dollara sem þykir lítið í þessum bransa.

Þýtt og endursagt af www.popsci.com og www.boeing.com

Kveðja,

Otri