TL-Sting ultralight... Kæru Flugáhugamenn.

Ég er að skoða möguleikann á að flytja inn ultralight vél, sérstaka í sínum flokki en þessi vél hefur svolítið öðruvísi “spekka” en við eigum að venjast hvað ultralight varðar. T.a.m. hefur hún cruising speed upp á 285 km/klst og Vne á 315. Hún er með 3ja þrepa flapa og er 2ja manna, hefur verið flogið með góðum árangri í um 40 hnúta vindi og lendir í 30 hnúta crosswind, þ.e. hefur verið lent og að sögn þeirra sem flugu án nokkurra vandræða. Hún er smíðuð úr “carbon fiber” trefjablöndu og líkist einna helst Katana vélinni. Hvað segja menn, á að flytja inn svona vél og gera hana út sem tímasafnara? - svona vél kæmi hingað “fully loaded” á ca. 5 mill. Gaman að heyra álit fróðra. Sjá nánar á http://www.tl-ultralight.cz/2000/index_en.html en þar er að finna fullt af myndum af vélinni auk “spekka”.